Al-Ittihad, eitt stærsta félag í Sádi-Arabíu, ákvað um helgina að láta Laurent Blanc fara úr starfi eftir vonbrigðabyrjun hjá liðinu.
Franska goðsögnin gerði Al-Ittihad að meistara í vor. Hefur þó illa gengið í upphafi þessarar leiktíðar og var hann látinn fara um helgina.
Strax hafa stór nöfn verið nefnd sem mögulegir arftakar. Þar á meðal eru Xavi, fyrrum stjóri Barcelona, Luciano Spalletti, sem leiddi Napoli til Ítalíumeistaratitils árið 2023 og hefur einnig stýrt liðum á borð við Inter og Roma, og Sergio Conceição, sem á að baki farsælan feril sem þjálfari Porto í Portúgal.
Al-Ittiahad er með menn eins og Karim Benzema, N’Golo Kante og Moussa Diaby innanborðs.
🚨🟡⚫️ Xavi, Luciano Spalletti and Sergio Conceição have been approached by Al Ittihad after Blanc got sacked.
Al Ittihad are now assessing managerial candidates. pic.twitter.com/0lsAUu1tCT
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 28, 2025