Manchester United hefur dregið upp nýjar hugmyndir að nýjum leikvangi og gæti hætt við umdeilt þak sem átti að mynda hluta af nýju Old Trafford.
Í mars kynntu United stórhuga áætlun um nýjan 100.000 sæta leikvang að andvirði 2 milljarða punda í samstarfi við arkitektana Foster + Partners. Þak leikvangsins, kallað „risastórt regnhlífarþak“, var lykilatriði í frumhugmyndinni og átti að tákna þrífork djöfulsins í merki félagsins.
En hönnunin féll ekki í kramið hjá öllum, sumir líktu þakinu við sirkustjald og bentu á að það passaði hvorki við sögu félagsins né borgarlínu Manchester.
Nú er félagið farið að skoða hefðbundnari hönnun, án þaksins. Ástæðan tengist erfiðleikum við að kaupa land af Freightliner, sem á mikilvægt svæði við núverandi leikvang. Félagið krefst 400 milljóna punda, en United hafði gert ráð fyrir að greiða 50 milljónir.
Þar sem samkomulag hefur ekki náðst, eru United nú að skoða einfaldari og hagkvæmari hönnun. Þakið hefði kostað um 300–400 milljónir punda en var fyrst og fremst fagurfræðilegt, fremur en hagnýtt.
Félagið útilokar þó ekki alveg upphaflegu hugmyndina.