Eftir að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að Ísrael hafi framið þjóðarmorð gegn Palestínumönnum í Gasasvæðinu, hefur þrýstingur aukist á að útiloka landið frá alþjóðlegum knattspyrnukeppnum.
Ísraelska landsliðið keppir nú í undankeppni HM karla 2026, og félagsliðið Maccabi Tel Aviv spilar í Evrópudeildinni. Samkvæmt BBC hafa mörg knattspyrnusambönd kallað eftir atkvæðagreiðslu innan UEFA um að vísa Ísrael úr Evrópukeppnum og forysta UEFA er sögð vilja bregðast við.
Tyrkneska knattspyrnusambandið krafðist útilokunar Ísraels á föstudag og 48 íþróttamenn hafa undirritað sameiginlega kröfu þar um. Samkvæmt The Times gæti atkvæðagreiðsla farið fram strax í næstu viku. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hefur reynt að hafa áhrif gegn slíkri ákvörðun.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að það muni andmæla öllum tilraunum til að hindra Ísrael í að keppa á HM 2026 sem fram fer að mestu í Bandaríkjunum.
Ákvörðun um útilokun yrði tekin af framkvæmdastjórn UEFA 20 manna hópi sem þarfnast 11 atkvæða til samþykktar og gæti gildi strax.