fbpx
Laugardagur 27.september 2025
433Sport

Slot hrósar eigendum Liverpool – Borga eiginkonu Jota 23 milljónir á viku næstu tvö árin

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. september 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fenway Sports Group (FSG), eigendur Liverpool, hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Diogo Jota laun hans út samningstímann eftir andlát leikmannsins.

Jota, sem var 27 ára, lést ásamt bróður sínum, André Silva, í bílslysi á norður-Spáni þann 3. júlí, aðeins ellefu dögum eftir að hann giftist æskuástinni sinni, Rute Cardoso. Hann átti þrjú börn með eiginkonu sinni og samningur hans við Liverpool átti tvö ár eftir, metinn á um 140 þúsund pund á viku.

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti í viðtali við Ally McCoist á TNT Sport að FSG myndi standa við allar greiðslur til ekkjunnar og barnanna. „Eigendur eru oft gagnrýndir, líkt og stjórar,“ sagði Slot.

„En það hvernig þeir brugðust við þessari hörmulegu stöðu að greiða fjölskyldunni alla samningsupphæðina er óvenjulegt. Margir halda að þetta sé sjálfsagt, en það er það ekki í fótbolta.“

Slot hrósaði einnig stuðningsmönnum og leikmönnum Liverpool fyrir framkomu sína eftir slysið. „Það var ótrúlegt að sjá fjölda blóma og minningarathafnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham strax farið að plana að ganga frá kaupunum

Tottenham strax farið að plana að ganga frá kaupunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn sá besti leggur skóna á hilluna í lok árs

Einn sá besti leggur skóna á hilluna í lok árs