Heimir Guðjónsson þjálfari FH verður samningslaus þegar tímabilið er á enda og óvíst er hvort hann verði áfram með liðið.
Heimir stýrði FH í efri hluta Bestu deildarinnar með nokkuð breytt lið frá síðasta ári.
Í Innkastinu á Fótbolta.net var rætt um framtíð Heimis og því kastað fram að mögulegur arftaki hans væri fundinn.
Valur Gunnarsson fyrrum markvörður og markmannsþjálfari sagði þá sögu að Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar væri nefndur til sögunnar. Sigurvin hefur gert vel með Þrótt í Lengjudeildinni síðustu tvö ár.
Sigurvin var leikmaður FH á sínum tíma og var þjálfari liðsins sumarið 2022 með Eiði Smára Guðjohnsen.