Stuðningsmaður Manchester United, Frank Ilett, sem hefur vakið athygli fyrir að neita að klippa hárið sitt þar til liðið vinnur fimm leiki í röð, varð fyrir líkamsárás frá öðrum stuðningsmanni á Old Trafford um helgina.
Ilett, 29 ára, hóf svokallaða „United Strand“ áskorun þann 5. október í fyrra. Þar hét hann því að láta hárið vaxa þar til United næði fimm sigrum í röð. Markmiðið var bæði að vekja athygli og safna fé til góðgerðarmála.
Hárið hans hefur nú náð yfir 18 sentímetra í lengd og hefur hann hlotið mikla athygli á samfélagsmiðlum vegna áskorunarinnar.
En viðvera hans á leik Manchester United og Chelsea fór úr böndunum, þegar hann lenti í harkalegum árekstri við annan stuðningsmann í anddyri Old Trafford.
The Man Utd fan who is not cutting his hair until they win 5 games in a row got grabbed and abused at yesterday's game.
What an awful bloke by the way. Horrendous way to treat someone. 🤯 pic.twitter.com/TZ9np8OdoR
— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) September 21, 2025
Á myndbandi sem fór á flug á samfélagsmiðlum má sjá Frank í góðu skapi að spjalla við aðra stuðningsmenn þar til maður gengur að honum, grípur í hárið hans og hristir það af mikilli hörku.
Frank reynir að hörfa en maðurinn heldur áfram að toga í hárið hans, þar til aðrir stuðningsmenn grípa inn í og stöðva manninn.
Sá reiði lætur þá út úr sér ókvæðisorð og öskrar: „Ég geri það sem e´g vil, hann er ekki einu sinni stuðningsmaður liðsins. Faðrðu til fjandans,“ segir maðurinn við aðila sem reyndi að stoppa hann.
Maðurinn reynir svo aftur að nálgast Ilett en er haldið aftur af öðrum stuðningsmönnum. Frank hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvikið, en myndbandið hefur vakið mikla reiði meðal stuðningsmanna félagsins á netinu.