fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Óhugnanlegt myndband náðist um helgina – Réðst á manninn sem hefur ekki farið í klippingu lengi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaður Manchester United, Frank Ilett, sem hefur vakið athygli fyrir að neita að klippa hárið sitt þar til liðið vinnur fimm leiki í röð, varð fyrir líkamsárás frá öðrum stuðningsmanni á Old Trafford um helgina.

Ilett, 29 ára, hóf svokallaða „United Strand“ áskorun þann 5. október í fyrra. Þar hét hann því að láta hárið vaxa þar til United næði fimm sigrum í röð. Markmiðið var bæði að vekja athygli og safna fé til góðgerðarmála.

Hárið hans hefur nú náð yfir 18 sentímetra í lengd og hefur hann hlotið mikla athygli á samfélagsmiðlum vegna áskorunarinnar.

En viðvera hans á leik Manchester United og Chelsea fór úr böndunum, þegar hann lenti í harkalegum árekstri við annan stuðningsmann í anddyri Old Trafford.

Á myndbandi sem fór á flug á samfélagsmiðlum má sjá Frank í góðu skapi að spjalla við aðra stuðningsmenn þar til maður gengur að honum, grípur í hárið hans og hristir það af mikilli hörku.

Frank reynir að hörfa en maðurinn heldur áfram að toga í hárið hans, þar til aðrir stuðningsmenn grípa inn í og stöðva manninn.

Sá reiði lætur þá út úr sér ókvæðisorð og öskrar: „Ég geri það sem e´g vil, hann er ekki einu sinni stuðningsmaður liðsins. Faðrðu til fjandans,“ segir maðurinn við aðila sem reyndi að stoppa hann.

Maðurinn reynir svo aftur að nálgast Ilett en er haldið aftur af öðrum stuðningsmönnum. Frank hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvikið, en myndbandið hefur vakið mikla reiði meðal stuðningsmanna félagsins á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dembele vann Ballon d’Or kjörið í kvöld – Yamal endaði í öðru sæti

Dembele vann Ballon d’Or kjörið í kvöld – Yamal endaði í öðru sæti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gæti verið mikið meiddur

Leikmaður Arsenal gæti verið mikið meiddur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?