Davíð Smári Lamude hefur stýrt Vestra í tæp þrjú ár með mögnuðum árangri en svo gæti farið að hann hætti eftir tímabilið.
Fjallað var um málið í Þungavigtinin í gær. Davíð kom Vestra upp úr Lengjudeildinni sumarið 2023 og gerði liðið svo að bikarmeisturum í ár.
Samningur Davíðs við Vestra rennur út eftir tímabilið en liðið er nú að berjast fyrir sæti sínu í Bestu deildinni að ári.
Baldvin Már Borgarsson sem var gestur hjá Þungavigtinni sagði að viðræður ættu sér stað á milli aðila en að Davíð vildi fá veglega launahækkun eftir að hafa komið liðinu í Evrópukeppni með sigri í bikarnum.
Mikael Nikulásson sérfræðingur þáttarins sagðist hafa heyrt af því að Davíð myndi hætta eftir tímabilið en ekkert væri þó staðfest í þeim efnum.