Arsenal varð í fyrrakvöld fyrsta lið í sögu Evrópukeppni til að vinna sex leiki í röð gegn spænskum andstæðingi.
Skytturnar unnu þá öflugan 0-2 útisigur á Athletic Bilbao í 1. umferð Meistaradeildarinnar, þar sem varamennirnir Gabriel Martinelli og Leandro Trossard gerðu mörkin.
Arsenal vann þá Real Madrid tvisvar á síðustu leiktíð og Girona einu sinni. Þá vann liðið Sevilla í tvígang á þarsíðustu leiktíð.
Lærisveinar Mikel Arteta get enn frekar bætt við þetta met þar sem þeir mæta Atletico Madrid í Meistaradeildinni einnig í deildarkeppni Meistaradeildarinnar eftir rúman mánuð.