Barcelona hefur sett það í algjöran forgang að kaupa Erling Haaland á næstu árum. Fjallað er um þetta í spænskum miðlum.
Sagt er að Joan Laporta forseti Barcelona sé komin með það á heilann að sækja norska framherjann.
Hann er sagður telja að Haaland vilji ólmur koma til Spánar og spila eftir nokkur góð ár hjá Manchester City.
Talað er um að Haaland gæti verið maðurinn sem félagið vill fá til að taka við af Robert Lewandowski.
Haaland er 25 ára gamall en það er draumur margra leikmanna að spila fyrir Barcelona eða Real Madrid á Spáni.