Adam Wharton miðjumaður Crystal Palace hefur átt frábæra átján mánuði hjá félaginu og er virkilega eftirsóttur.
Nokkur félög skoðuðu Wharton í sumar og var hann mikið orðaður við Real Madrid.
Nú segir Fichajes á Spáni að Wharton viti af miklum áhuga en að hann vilji helst fara til Liverpool næsta sumar.
Sagt er að Real Madrid, Chelsea og Manchester United hafi einnig áhuga en Wharton vilji fara til Liverpool.
Wharton var áður hjá Blackburn en hefur tekið stór skref innan vallar hjá Palace.