Marc Guehi fyrirliði Crystal Palace mun að öllu óbreyttu fara frítt frá félaginu næsta sumar þegar samningur hans er á enda.
Ensk blöð segja í dag að Liverpool muni fá verðuga samkeppni um varnarmanninn öfluga.
Þar segir að Manchester City ætli að setja allt á fullt til að reyna að fá Guehi frítt næsta sumar.
Guehi var nálægt því að fara til Liverpool á lokadegi gluggans, hann fór í læknisskoðun hjá Liverpool og var að fara að skrifa undir þegar Palace hætti við.
Guehi er 25 ára gamall enskur landsliðsmaður en ljóst er að baráttan um krafta hans verður hörð næsta sumar.