fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. september 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er vanur því að vanda orð sín, en það var augljóst að honum fannst Marc Guehi hafa orðið fyrir óréttlæti.

Guehi fór í læknisskoðun hjá Liverpool á lokadegi gluggans en Crystal Palace neitaði svo að selja hann.

„Þetta er leitt fyrir alla aðila,“ sagði Slot um stöðu enska landsliðsmannsins, sem var ekki valinn í nýjasta landsliðshóp Englands.

Hann bætti þó við: „En hann er á góðum stað hjá Crystal Palace, liðið vann bæði FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn með mjög góðum þjálfara.“

Þegar talið barst að Alexander Isak sem gekk í raðir Liverpool á 125 milljónir punda frá Newcastle var Slot opinn fyrir spurningum. Margir vildu vita hversu mikið samband þeir hefðu haft hingað til, og svarið kom mörgum á óvart.

„Fólk trúir mér kannski ekki, en ég hef ekki talað mikið við hann,“ sagði Slot og brosti. „Þó það skipti miklu máli hvernig persóna einhver er, því við erum með frábæra menningu í klúbbnum. Þá kaupir maður fyrst og fremst leikmann út frá gæðum hans.“

Isak gæti leikið sinn fyrsta leik með Liverpool um helgina þegar liðið mætir Burnley í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Launakröfur ástæða þess að fyrrum framherji United vill ekki fara

Launakröfur ástæða þess að fyrrum framherji United vill ekki fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Í gær

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Í gær

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“