fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. september 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefði ekki getað beðið um meira frá íslenska karlalandsliðinu í núverandi landsleikjaglugga sem var að ljúka. Útlit er fyrir bjarta tíma hinnar nýju landsliðskynslóðar undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

Eins og við var svosem að búast vann Ísland sigur gegn Aserbaísjan og tapaði gegn Frökkum. Það eru þó frammistöðurnar sem þarf að horfa í. Aserar sáu aldrei til sólar á Laugardalsvelli og 5-0 niðurstaða var síst of stór.

Þá var íslenska liðið dómaraskandal frá því að sækja stig á útivelli gegn einu besta landsliði heims. Frammistaðan og uppsetning leiksins var til fyrirmyndar, það bara rétt svo dugði ekki til. Það er einnig aðdáunarvert hvernig Arnari tókst að setja upp tvo svo ólíka leiki með svo skömmu millibili og afgreiða þá báða svo vel.

Þess má þá geta að Ísland var án tveggja af sínm allra bestu mönnum, Orra Steins Óskarssonar í báðum leikjunum og Alberts Guðmundssonar gegn Frökkum. Sá síðarnefndi er raunar nær óumdeilanlega okkar besti landsliðsmaður.

Það var gaman að sjá að aðrir lykilmenn stigu upp í þeirra fjarveru. Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson komust til að mynda afar vel frá þessu verkefni og sömuleiðis Jón Dagur Þorsteinsson og Andri Lucas Guðjohnsen.

Það ber þá að nefna að Mikael Egill Ellertsson spilaði sína bestu landsleiki og frammistaða hans til fyrirmyndar. Elías Rafn Ólafsson er þá búinn að negla markvarðastöðuna algjörlega eftir leikinn við Frakka.

Fleiri eiga án efa skilið hrós en látum upptalningu lokið í bili. Mér finnst ljóst að það er eitthvað frábært í fæðingu hjá landsliðinu með Arnar í brúnni. Markmiðin um að fara í umspil fyrir HM eru sprelllifandi og stöndum við vel eftir úrslit Úkraínumanna í glugganum.

Skulum ekki fara fram úr okkur en fyllum allavega Laugardalsvöll gegn Frökkum og Úkraínu í október og kýlum á þetta. Þessir leikmenn hafa klárlega unnið sér þann stuðning inn með frammistöðu síðustu daga.

Áfram Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn