Forráðamenn Manchester United gera ekki ráð fyrir því að Bruno Fernandes fari frá félaginu á næstu dögum.
Sagan um Sádí Arabíu fer ekki neitt, Bruno hafnaði vænlegu tilboði frá Sádi Arabíu í vor en áhuginn er áfram til staðar.
Sögur hafa verið á kreiki að tilboð frá Sádí Arabíu sé aftur komið á borð Bruno.
Enskir miðlar segja að United búist ekki við því að fyrirliðinn fari fram á það að fara þegar félagaskiptaglugginn er að loka.
Félagaskiptaglugginn lokar eftir sex daga en ágætis líkur eru á því að Bruno sé á leið inn í sitt síðasta tímabil hjá United.