Ofurtölvan geðþekka hefur stokkað spilin sín en Liverpool mun vinna deildina með einu stigi og Arsenal þarf að bíta í það súra epli að enda í öðru sæti.
Manchester City tekur þriðja sæti og Chelsea það fjórða.
Manchester United þarf að láta sjöunda sætið duga en liðið hefur ekki unnið í fyrstu tveimur umferðunum.
Það verða svo Wolves ásamt nýliðum Burnley og Sunderland sem falla úr deildinni ef Ofurtölvan stokkaði spilin rétt.
Svona spáir Ofurtölvan í spilin.