fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabian Hürzeler, stjóri Brighton, hefur nú möguleika á að tala beint í eyrun á leikmönnum sínum á æfingum eftir að félagið fjárfesti í byltingarkenndri þýskri tækni sem Julian Draxler, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands er fjárfestir í.

Brighton hefur keypt samskiptabúnað að verðmæti um 35 þúsund pund sem þeir telja geta breytt verulega gæðum æfinga og undirbúningi.

Um er að ræða kerfi sem kallast Coachwhisperer, og Brighton er talið fyrsta enska liðið til að nota búnaðinn í æfingum þó hann hafi einnig verið kynntur fyrir félögum eins og Aston Villa og Liverpool á undanförnum mánuðum.

Leikmenn klæðast vestum með lítilli tösku á bakinu þar sem lítið hátalarakerfi er falið. Þjálfarar tala í hljóðnema og þurfa því ekki lengur að hrópa leiðbeiningar yfir allan völlinn. Kerfið miðar að því að minnka misskilning og bæta nákvæmni í samskiptum.

Hürzeler getur einnig valið í gegnum app hvaða leikmenn eða leikmannahópa hann vill tala við hverju sinni, hann getur þannig aðeins valið varnarmenn til að ræða við.

Hinn framsækni 32 ára stjóri hefur enn fremur aðgang að sjálfvirkri þýðingarþjónustu, þannig að leikmenn fá skilaboðin á sínu móðurmáli ef þess þarf. Þetta gæti hjálpað til við að brúa tungumálaörðugleika innan liðsins.

Coachwhisperer, sem er þýskt fyrirtæki, býður einnig upp á greiningu á hegðun og samskiptastíl þjálfara með upptökum af æfingum. Samskiptin eru flokkuð í fimm flokka: skipulag, taktík, leiðréttingar/gagnrýni, hvatning og tæknilegar leiðbeiningar. Þannig fá þjálfarar innsýn í hvernig þeir koma fram.

Julian Draxler, nú leikmaður Al-Ahli í Katar, fjárfesti í verkefninu fyrir tveimur árum. „Þetta sparar dýrmætan tíma og hámarkar árangur inni á vellinum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
433Sport
Í gær

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Í gær

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz