Bukayo Saka, stjarna Arsenal, verður frá í allt að fjórar vikur eftir meiðsli sem hann varð fyrir í 5-0 sigrinum á Leeds um helgina.
Saka meiddist aftan á læri í leiknum, meiðsli sem héldu honum lengi frá á síðustu leiktíð, en eru ekki eins alvarleg nú.
Mun hann missa af leiknum gegn Liverpool um næstu helgi og svo sennilega af landsleikjum Englands í byrjun næsta mánaðar.
Martin Ödegaard fór einnig meiddur af velli gegn Leeds vegna meiðsla á öxl. Ekki er víst með þátttöku hans gegn Liverpool.
Þá er það einnig að frétt af meiðslamálum hjá Arsenal að Gabriel Jesus er farinn að æfa á ný, en hann er að jafna sig á krossbandsslitum sem hann varð fyrir í byrjun árs.
Arsenal hefur unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins, gegn Manchester United og svo Leeds eins og fyrr segir.