fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. ágúst 2025 19:58

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan er komið í hörku baráttu um titilinn í Bestu deild karla eftir góðan 1-2 sigur á KR á útivelli í kvöld. Örvar Eggertsson reyndist hetja liðsins.

Örvar kom Stjörnunni yfir snemma leiks en eftir hornspyrnu sem KR mistókst að koma í burtu var það Örvar sem kom boltanum í netið.

KR hafði mikla yfirburði úti á vellinum í leiknum en tókst ekki að nýta sér það með því að skapa sér nægilega mörg hættuleg færi.

KR jafnaði leikinn í síðari hálfleik þegar Aron Sigurðarson skoraði eftir laglegan undirbúning frá Galdri Guðmundssyni.

Allt stefndi í jafntefli þegar Örvar skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu og tryggði Stjörnunni mikilvægan sigur.

Stjarnan er komið í harða baráttu á toppi deildarinnar og er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Vals. KR er hins vegar í tíunda sæti og er tveimur stigum frá fallsætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Í gær

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Í gær

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“