Miðjumaðurinn Philip Billing er á leið aftur til Danmerkur eftir að hafa spilað lengi í stærstu deildum Evrópu.
Billing lék yfir 200 leiki fyrir Bournemouth frá 2019-2020 og var fyrir það hjá Huddersfield.
Hann gerði lánssamning við Napoli síðastra vetur en spilaði aðeins tíu leiki á Ítalíu og skoraði eitt mark.
Daninn er 29 ára gamall en hann er nú að ganga í raðir Midtjylland í efstu deild og kostar um sjö milljónir evra.
Billing hefur aldrei leikið í efstu deild í heimalandinu en hann kom sem unglingur til Huddersfield frá Esbjerg 2013.