fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

433
Mánudaginn 25. ágúst 2025 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, einn vinsælasti sparkspekingur landsins, segir íslensk félagslið almennt hafa orðið sér til skammar í Evrópukeppnum í sumar. Hann ræddi þetta í Þungavigtinni.

Breiðablik, Víkingur, Valur og KA tóku þátt í Evrópukeppni í sumar. Blikar byrjuðu í Meistataradeildinni og eru mættir í umspil um sæti í Sambandsdeildinni eftir tap í síðustu tveimur einvígum í Meistaradeild og Evrópudeild. Liðið vann þá aðeins nauman sigur gegn Virtus frá San Marínó í fyrri leik liðanna í Kópavogi á fimmtudag.

Víkingur fór í 3. umferð Sambandsdeildarinnar og tapaði 4-0 gegn tíu leikmönnum Bröndby eftir frábæran 3-0 sigur í fyrri leiknum. Valur datt út í 2. umferð sömu keppni gegn liði frá Litháen og það sama má segja um KA, sem fékk erfiðan andstæðing frá Danmörku.

„Við erum bara að gera okkur að fíflum í þessari Evrópukeppni í sumar. KA stóð sig reyndar ágætlega á móti Silkeborg, ég tek það ekki af þeim. Ég veit ekki á hvaða vegferð við erum,“ sagði Mikael í Þungavigtinni fyrir helgi.

„Þetta er bara djók. Breiðablik fer áfram, þeir detta ekki út fyrir þessu liði. En það hlýtur að vera með óbragð í munni, það er bara þannig. Stjarnan 2014 þurfti að vinna þrjár viðureignir til að komast á sama stað og Breiðablik er á núna og þeir fengu Inter. Breiðablik er búið að tapa tveimur einvígum í röð fá svo lið frá San Marínó.“

Mikael telur að Evrópukeppnir séu farnar að virka eins og góðgerðastarfsemi, en meistaralið frá minni löndum eiga nú góðan möguleika á að komast í Evrópukeppni í formi Sambandsdeildar ár hvert. Miklir peningar fylgja því.

„Ég sé ekki hvernig það styrkir fótboltann í landinu þegar það er verið að gefa Breiðablik peninga fyrir að vera Íslandsmeistarar. Ég hef ekki séð það á deildinni í sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins
433Sport
Í gær

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Í gær

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“