fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. ágúst 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veronique Rabiot, móðir og umboðsmaður Adrien Rabiot, hefur stigið fram og gagnrýnt Marseille harkalega eftir að sonur hennar var settur í bann frá aðalliði félagsins í kjölfar átaka í búningsklefanum.

Atvikið átti sér stað eftir 1–0 tap Marseille gegn Rennes á fyrsta leikdegi Ligue 1. Þar lenti Rabiot í átökum við enska kantmanninn Jonathan Rowe, 22 ára, sem endaði með því að öryggisgæsla þurfti að aðskilja þá í klefanum.

Forseti félagsins, Pablo Longoria, staðfesti að átökin hafi orðið „mjög ofbeldisfull“, og að báðir leikmenn hafi verið settir í bann og beðnir um að finna sér ný félög.

Þjálfari liðsins, Roberto De Zerbi, studdi þessa ákvörðun. Veronique Rabiot segir þetta svik gagnvart syni sínum og kveðst hafa orðið miður sín þegar hún frétti af ákvörðun Marseille.

„Þegar ég frétti af banninu, var það eins og að fá högg í höfuðið,“ sagði hún í viðtali við RMC.

„Þetta getur ekki verið einungis vegna þessara átaka. Adrien hefur gert svo mikið fyrir Marseille og svona launa þeir honum það. Þetta særir.“

Hún segir að Adrien sé ekki reiður, en afar vonsvikinn: „De Zerbi talar um svik, en ef einhver hefur verið svikinn í þessu máli, þá er það Adrien.“

Veronique, sem hefur verið þekkt fyrir að verja son sinn opinberlega, rifjar upp erfiða tíma hjá PSG og segir að hún hafi ekki búist við að slíkt myndi endurtaka sig: „Ég hélt að verstu tímarnir væru að baki eftir PSG, en ég hafði rangt fyrir mér. Ef hann missir heilt tímabil verður það hörmung, við höfum gengið í gegnum þetta áður og viljum ekki sjá það gerast aftur.“

Í frekari vörn fyrir Adrien vísaði hún í mál Mason Greenwood, sem Marseille samdi við í fyrraog hvatti De Zerbi til að sýna jafn mikla fyrirgefningu í garð sonar síns.

„Þegar Mason Greenwood skrifaði undir eftir að hafa barið kærustuna sína, sagði De Zerbi að hann ætti skilið annað tækifæri. Ég er sammála því að fólk eigi að fá annað tækifæri en á sonur minn þá ekki líka rétt á því?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina