Líkurnar á að Nicolas Jackson fari til Aston Villa hafa minnkað ef marka má enska blaðið The Sun.
Þessi 22 ára gamli framherji er líklega á förum frá Chelsea en nú er sagt að félagið vilji 70 milljónir punda fyrir hann.
Það er upphæð sem Villa er ekki til í að greiða, enda í vandræðum með að halda sér innan ramma fjárhagsreglna fyrir.
Þá er einnig sagt frá því að stórlið Bayern Munchen sé farið að horfa til Jackson og að Newcastle gæti gert það einnig, sér í lagi ef Alexander Isak fer.