fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Tjáir sig um dramatíkina sem átti sér stað í sumar – ,,Ég ætla bara að faðma hann“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 10:00

Lautaro Martinez og Hakan Calhanoglu fagna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hakan Calhanoglu hefur loksins tjáð sig um eigin stöðu en hann hefur verið mikið í umræðunni í sumarglugganum.

Calhanoglu er sagður hafa viljað yfirgefa Inter fyrr í sumar en fyrirliði liðsins, Lautaro Martinez, gaf mikið í skyn er hann talaði um leikmann sem hefði ekki áhuga á að spila fyrir félagið eða leggja sig fram.

Martinez nafngreindi ekki leikmanninn hjá félaginu en forseti félagsins, Giuseppe Marotta, staðfesti að sá leikmaður væri Calhanoglu.

Calhanoglu er byrjaður að æfa með Inter á ný en hann segist sjálfur ekki vera að leitast eftir því að fara.

,,Það eru sögusagnir á hverju einasta ári og það er aðeins meira talað þetta sumarið en ég hef ekki sagt neitt því ég vildi að stuðningsmenn myndu sjá það að ég væri hér frekar en annars staðar,“ sagði Calhanoglu.

,,Það er ekki alltaf rétt að gefa eitthvað út opinberlega. Auðvitað er ég ánægður með að vera kominn aftur, ég er leikmaður Inter og vil halda því áfram.“

,,Ég hef rætt við Lautaro, við erum atvinnumenn og vandamálin eru engin. Þegar hann snýr aftur þá ætla ég bara að faðma hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafa áhyggjur af sínum manni sem sást á vinsælum skemmtistað á Ibiza – Ástarsorg gæti haft áhrif á frammistöðuna

Hafa áhyggjur af sínum manni sem sást á vinsælum skemmtistað á Ibiza – Ástarsorg gæti haft áhrif á frammistöðuna
433Sport
Í gær

Búinn að segja félaginu að hann vilji semja við Chelsea og var hvergi sjáanlegur í gær

Búinn að segja félaginu að hann vilji semja við Chelsea og var hvergi sjáanlegur í gær
433Sport
Í gær

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Isak vill fara frá Newcastle

Isak vill fara frá Newcastle
433Sport
Í gær

Manchester United fékk skýr svör – Ekki til sölu í sumar

Manchester United fékk skýr svör – Ekki til sölu í sumar
433Sport
Í gær

Chelsea fær alvöru samkeppni

Chelsea fær alvöru samkeppni