fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Mourinho segir að félög séu í stríði: ,,Svo margir sem vinna fyrir umboðsmennina“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 11:30

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, hefur tjáð sig um félagaskipti Viktor Gyokores sem er á leið til Arsenal.

Gyokores er bundinn Sporting í Portúgal þar sem hann hefur raðað inn mörkum en er nú á leið til Englands í annað sinn eftir að hafa leikið með Coventry.

Mourinho ræddi stuttlega um þessi skipti Gyokores og skaut einnig á blaðamenn og umboðsmenn sem greina frá lygasögum að hans sögn.

,,Hann er frábær leikmaður og ég efast ekki um það en Sporting spilaði sinn leik í kringum hann, hann var búinn að aðlagast því,“ sagði Mourinho.

,,Í ensku úrvalsdeildinni mun hann spila gegn mun sterkari liðum og leikmönnum. Því miður, af þessum 3400 lygum sem hafa verið sagðar í sumar þá er ein af þeim að hann sé að koma til Fenerbahce.“

,,Það er logið svo mikið og það eru svo margir sem eru að vinna fyrir umboðsmennina. Þetta er stríð fyrir félögin, ekki mitt stríð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð