Yoane Wissa hefur yfirgefið æfingabúðir Brentford en hann er mikið orðaður við brotfför frá félaginu í dag.
Þetta kemur fram í frétt BBC en Wissa ku vera ofarlega á óskalista Tottenham og Newcastle.
Þessi 28 ára gamli leikmaður var með Brentford í æfingaferð í Portúgal en hefur snúið heim að sögn BBC.
Það gefur sterklega í skyn að Wissa sé á förum en hann mun kosta í kringum 30 milljónir punda í sumar.
Brentford hefur nú þegar misst tvo lykilmenn í glugganum og einni stjóra sinn Thomas Frank sem tók við Tottenham.