Kona að nafni Julia var gapandi hissa þegar hún rakst á bíl í Lisbon sem kostar um 240 milljónir íslenskra króna.
Julia var keyrandi við hlið stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo sem er staddur í heimalandinu eins og er.
Ronaldo keyrði um götur borgarinnar á rándýrri Bugatti bifreið en hann hefur svo sannarlega þénað vel á ferli sínum sem knattspyrnumaður.
Julia segist hafa verið í ‘sjokki’ eftir að hafa rekist á bifreiðina á götunni og tók svo eftir því að Ronaldo væri við stýrið.
Ronaldo er leikmaður Al-Nassr í Sádi Arabíu en hann er af mörgum talinn einn besti fótboltamaður sögunnar.
Myndbandið má sjá hér.
View this post on Instagram