Jose Noguera, umboðsmaður Granit Xhaka, hefur staðfest það að leikmaðurinn vilji snúa aftur til Englands.
Xhaka er á leið til Sunderland en hann lék áður með Arsenal í efstu deild Englands og var um tíma fyrirliði liðsins.
Xhaka hefur undanfarin ár spilað með Leverkusen í Þýskalandi og gert vel en hann er 32 ára gamall í dag.
Miðjumaðurinn vill snúa aftur til Englands og eru allar líkur á að hann semji við nýliðana.
,,Við erum búnir að ná samkomulagi við Sunderland. Við vonum að Leverkusen virði hans ósk og að félögin nái saman,“ sagði Noguera.