Liverpool er byrjað að ræða við vængmanninn öfluga Rodrygo en frá þessu greinir blaðamaðurinn Santi Aouna.
Aouna er með nokkuð virta heimildarmenn en fyrr í sumar var greint frá því að Real Madrid væri opið fyrir því að selja leikmanninn.
Liverpool veit af því en þessi 24 ára gamli leikmaður myndi reynast mjög dýr og kostar jafnvel yfir 100 milljónir punda.
Rodrygo hefur skorað 68 mörk og lagt upp önnur 51 í 270 leikjum fyrir Real en hann er ósáttur með hlutverk sitt í liðinu í dag.
Liverpool er ekki búið að leggja fram tilboð í Brasilíumanninn en möguleiki er á að það berist á næstunni.