Maður að nafni Michele Noschese er látinn aðeins 35 ára gamall en hann var einnig þekktur undir nafninu DJ Godzi.
Noschese var efnilegur knattspyrnumaður á sínum tíma en hann var í unglingaliðum Napoli en lagði skóna á hilluna um tvítugt.
Greint er frá því að Noschense hafi látið lífið eftir slagsmál við lögreglu en atvikið átti sér stað á hans heimili á Ibiza.
Samkvæmt ítölskum miðlum var hann laminn af lögreglumönnum seint um nótt sem varð til þess að hann lét lífið.
Noschense var nokkuð þekktur plötusnúður en hann hafði spilað á ýmsum stöðum í Evrópu og má nefna London, París og Barcelona.
Nágrannar Noschense hringdu í lögregluna vegna hávaða og er útlit fyrir að allt hafi farið úr böndunum í kjölfarið en hvað nákvæmlega skeði er ekki tekið fram.