fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
433Sport

Lögreglan varð 35 ára plötusnúð að bana

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Michele Noschese er látinn aðeins 35 ára gamall en hann var einnig þekktur undir nafninu DJ Godzi.

Noschese var efnilegur knattspyrnumaður á sínum tíma en hann var í unglingaliðum Napoli en lagði skóna á hilluna um tvítugt.

Greint er frá því að Noschense hafi látið lífið eftir slagsmál við lögreglu en atvikið átti sér stað á hans heimili á Ibiza.

Samkvæmt ítölskum miðlum var hann laminn af lögreglumönnum seint um nótt sem varð til þess að hann lét lífið.

Noschense var nokkuð þekktur plötusnúður en hann hafði spilað á ýmsum stöðum í Evrópu og má nefna London, París og Barcelona.

Nágrannar Noschense hringdu í lögregluna vegna hávaða og er útlit fyrir að allt hafi farið úr böndunum í kjölfarið en hvað nákvæmlega skeði er ekki tekið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu