Það virðist vera ljóst að Galatasaray ætli sér að fá inn markvörð í sumar en liðið er orðað við alla þá stærstu í dag.
Tuttomercato greinir nú frá því að Galatasaray sé að undirbúa tilboð í Gianluigi Donnarumma sem spilar með Paris Saint-Germain.
Galatasaray hefur áður verið orðað við stór nöfn en nefna má Mike Maignan, Yann Sommer og Ederson.
Ederson er líklegasti kosturinn til að samþykkja boð Galatasaray en hann er hjá Manchester City og gæti kostað 3-5 milljónir evra.
Donnarumma á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og gæti verið fáanlegur ef rétt tilboð berst í sumar.