Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill ekki fá bakvörðinn Tino Livramento frá Newcastle í sumar og er byrjaður að horfa annað.
City er í leit að hægri bakverði fyrir komandi tímabil en Kyle Walker er farinn og hefur samið við Burnley.
Livramento var um tíma á óskalista City en félagið er nú að horfa til Barcelona, fyrrum félags Guardiola.
Jules Kounde er leikmaðurinn sem félagið vill fá en Barcelona hefur engan áhuga á að selja leikmanninn.
Barcelona gæti á endanum neyðst til að selja ef rétt tilboð berst en það er í fyrrirúmi hjá félaginu að framlengja samning franska landsliðsmannsins sem fyrst.
Eins og staðan er þá getur City treyst á tvo leikmenn í hægri bakverði en það eru þeir Rico Lewis og Matheus Nunes.