Það eru Chelsea og Paris Saint-Germain sem munu spila úrslitaleik HM félagsliða á þessu ári.
Chelsea vann Fluminense á þriðjudag í undanúrslitum þar sem Joao Pedro skoraði bæði mörk enska liðsins.
PSG var í miklu stuði í seinni undanúrslitaleiknum og rúllaði yfir lið Real Madrid sannfærandi, 4-0.
Fabian Ruiz komst tvisvar á blað fyrir þá frönsku og þá skoruðu einnig Ousmane Dembele og Goncalo Ramos.
Úrslitaleikurinn er spilaður á sunnudaginn næstkomandi klukkan 19:00.