Gabriel Heinze, fyrrum leikmaður Manchester United, er nýr aðstoðarmaður Mikel Arteta hjá Arsenal.
Þessi ráðning hefur komið mörgum á óvart en Heinze var síðast aðalliðsþjálfari Newell’s Old Boys í Argentínu.
Heinze er 47 ára gamall en hann lék með liðum eins og United, PSG og Real Madrid á sínum ferli.
Arteta missti aðstoðarmann sinn í sumar þegar Carlos Cuesta var ráðinn aðalþjálfari Parma í efstu deild á Ítalíu.
Heinze er nokkuð reynslumikill þjálfari en hann hefur verið að undanfarin tíu ár.