Chelsea er komið í úrslitaleik HM félagsliða eftir leik við brasilíska félagið Fluminense í gær.
Chelsea mun spila við Paris Saint-Germain eða Real Madrid í úrslitum en þau eigast við í kvöld.
Nýi maðurinn hjá Chelsea, Joao Pedro, stal senunni í leiknum en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri.
Pedro var að skora sín fyrstu mörk fyrir Chelsea en hann kom nýlega til félagsins frá Brighton.