Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er opinn fyrir því að yfirgefa félagið í sumar samkvæmt enskum miðlum.
Son hefur þó nú þegar hafnað einu samningstilboði en LAFC í Bandaríkjunum vildi fá leikmanninn.
Son virðist ekki hafa áhuga á að fara til Bandaríkjanna en hann fagnar 33 ára afmæli sínu á þriðjudag.
Framherjinn er fyrirliði Tottenham en hann á eitt ár eftir af samningi sínum sem færir honum 200 þúsund pund á viku.
Son mun hefja undirbúningstímabilið með Tottenham en gæti vel kvatt félagið áður en nýtt tímabil hefst.