Manchester United gerði ‘ein stærstu mistök í sögu fótboltans’ með því að selja skoska landsliðsmanninn Scott McTominay í fyrra.
Þetta segir Benni McCarthy, fyrrum þjálfari hjá félaginu, en McTominay var seldur til Napoli á Ítalíu.
Miðjumaðurinn stóð sig virkilega vel með Napoli og fagnaði sigri í deild á sínu fyrsta tímabili þar.
,,Auðvitað eru mismunandi ástæður fyrir því að þú selur uppalinn leikmann, þegar þú selur þá færðu græðiru meira og getur fengið inn fleiri leikmenn,“ sagði McCarthy.
,,Hins vegar þá voru það ein stærstu mistök í sögu fótboltans að leyfa honum að fara. Hann var fæddur til að spila fyrir Manchester United.“
,,Hann var kannski ekki sá besti tæknilega en hann var með baráttuandann og ég að það sé það sem þeir munu fá aftur með komu Matheus Cunha frá Wolves.“