Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Ísland mætir Sviss á morgun í öðrum leik sínum á EM. Óhætt er að segja að allt sé undir, en með tapi eru Stelpurnar okkar líklega úr leik.
Ísland tapaði nokkuð óvænt gegn Finnum í fyrsta leik, á meðan Sviss tapaði fyrir Noregi. Gestaþjóðin mun leggja allt í sölurnar og það verður okkar lið að gera líka.
Ljóst er að Þorsteinn Halldórsson þarf að gera allavega eina breytingu fyrir leikinn gegn Sviss, en Hildur Antonsdóttir fékk rautt spjald gegn Finnum og verður í banni í þessum leik.
Þá er óvissa með þátttöku fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, sem hefur verið að glíma við magakveisu. Þorsteinn sagði þó í fyrradag að hann leyfði sér að vera bjartsýnn á að hún yrði með gegn Sviss.
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðrún Arnardóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Sandra María Jessen
Sveindís Jane Jónsdóttir