fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

433
Laugardaginn 5. júlí 2025 12:30

Troy Deeney Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Troy Deeney reyndi að fela þá staðreynd að hann hafi verið læstur á bakvið lás og slá árið 2012 en hann sat inni í um þrjá mánuði.

Deeney var handtekinn vegna slagsmála en hann átti á þeim tíma þriggja ára gamlan og var á mála hjá Watford.

Deeney er markahæsti leikmaður í sögu Watford í efstu deild Englands en hann er 37 ára gamall í dag og hefur lagt skóna á hilluna.

Englendingnum tókst að fela það frá syni sínum að hann hafi verið dæmdur í fangelsi á þessum tíma en mörgum árum seinna komst strákurinn að sannleikanum.

Þessi fyrrum framherji var fyrsti gestur í nýjum hlaðvarpsþætti Adebayo Akinfenwa og fór yfir ýmis mál og þar á meðal lífið í fangelsinu.

,,Ég var læstur inni á mánudegi og var fljótt búinn að átta mig á að þetta væri að gerast,“ sagði Deeney.

,,Þegar ég sat inni var mér skipað að taka 300 armbeygjur á dag, sonur minn hafði ekki hugmynd um að ég væri í fangelsi.“

,,Hann hélt að ég væri í æfingaferð og þurfti að hringja í hann á hverjum degi klukkan sex. Hann var þriggja ára svo það var auðvelt að ljúga.“

,,Hann komst að sannleikanum mörgum árum seinna því einhver í skólanum hans sagði honum frá því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli