Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla en spilað var á Ísafirði sem og á Akranesi klukkan 14:00.
Það gengur mjög erfiðlega hjá Vestra þessa stundina en eftir frábæra byrjun í vetur er liðið í sjötta sæti deildarinnar.
Vestri hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum en liðið spila við Val heima fyrir í dag.
Valur hefur verið á miklu skriði og vann 2-0 sigur þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen gerðu mörkin.
ÍA tapaði þá gegn Fram 1-0 heima þar sem Vuk Oskar Dimitrijevic gerði eina markið eftir átta mínútur.