Einn efnilegasti leikmaður heims ef ekki sá efnilegasti, Lamine Yamal, ætlar að halda leynipartí í sumar til að fagna 18 ára afmæli sínu.
Þetta kemur fram í spænska miðlinum COPE en Yamal er leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins.
Yamal hefur boðið mörgum heimsfrægum mönnum að mæta í teitið á Ibiza en hann verður 18 ára gamall þann 13. júlí.
Það verða ekki aðeins fótboltamenn sem boð í þetta partí en leikarar og aðrir þekktir einstaklingar munu láta sjá sig.
COPE segir að enginn sími verðui leyfður á svæðinu til að tryggja öryggi og frið þeirra sem ákveða að mæta.
Yamal og hans menn munu spila við Real Mallorca í fyrsta deildarleiknum á Spáni þann 17. ágúst.