Burnley er heldur betur að fá liðsstyrk fyrir komandi átök en félagið er að semja við Kyle Walker.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn David Ornstein en hans heimikldir eru ansi áreiðanlegar.
Walker kemur til Burnley frá Manchester City en hann mun skrifa undir tveggja ára samning við félagið.
Walker er 35 ára gamall en hann hefur lengi verið einn öflugsi bakvörður heims.
Hann á ekki framtíð fyrir sér hjá City og var lánaður til AC Milan í vetur.