Varnarmaðurinn efnilegi Antonio Silva hefur hafnað því að ganga í raðir Al Hilal í Sádi Arabíu en þetta kemur fram í portúgölskum miðlum.
Silva er 21 árs gamall og landsliðsmaður Portúgals en hann er samningsbundinn Benfica í heimalandinu.
Samkvæmt A Bola þá var ungstirninu boðið sjö milljónir evra í árslaun í Sádi og myndi Benfica fá um 45 milljónir evra í sinn vasa.
Silva hefur þó engan áhuga á að færa sig yfir til Sádi en hann myndi sexfalda laun sín með þessu skrefi.
Silva hefur aðeins áhuga á að yfirgefa Benfica ef félagið nær samkomulagi við stórlið í stærstu deildum Evrópu.