Kaoro Mitoma kantmaður Brighton hefur látið félagið vita að hann vilji nýjan samning og vera áfram hjá félaginu.
FC Bayern hefur sýnt kantmanninum frá Japan áhuga en hann vill vera áfram hjá Brighton.
Mitoma er 28 ára gamall og hefur verið jafn besti leikmaður Brighton síðustu ár.
Hann vill fá nýjan og betri samning en Bayern er í leit að sóknarmönnum og hefur Mitoma verið á lista hjá þeim.
Mitom hefur verið hjá Brighton frá árinu 2021 og síðustu ár bætt leik sinn mikið.