Manchester United er farið að setja meiri kraft í það að fá Ollie Watkins framherja Aston Villa. Mirror heldur þessu fram.
Viktor Gyokeres og Bryan Mbeumo eru ekki að færast nær liðinu eins og vonir stóðu til um.
Mirror segir að Aston Villa vilji fá 60 milljónir punda en þann verðmiða ætlar United ekki að borga.
United er búið að kaupa Matheus Cunha frá Wolves en Ruben Amorim vill fá tvo í viðbót í sóknarleik sinn.
Búist er við að United reyni að halda áfram að kaupa Mbeumo frá Brentford en félögin hafa lengi verið í viðræðum.