Samkvæmt GiveMeSport þá er Juventus búið að bjóða Manchester United skiptidíl en liðið vill fá Jadon Sancho í sínar raðir í sumar.
Samcho virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Old Trafford en hann var í láni hjá Chelsea í vetur og var að lokum ekki keyptur endanlega.
Samkvæmt GMS þá hefur Juventus boðið United að velja á milli þriggja leikmanna sem eru á sölulista félagsins.
Timothy Weah, Douglas Luiz og Dusan Vlahovic eru allir fáanlegir og ef þessar fréttir reynast sannar eru góðar líkur á að United samþykki að skipta á leikmönnum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Juventus sýnir Sancho áhuga en hann var á óskalista liðsins síðasta sumar.