Samkvæmt fréttum á Ítalíu er Jadon Sancho klár í að lækka laun sín og vill komast til Juventus.
Juventus er í viðræðum við bæði Manchester United og Sancho um þetta mál.
Sancho er 25 ára gamall og er með 250 þúsund pund á viku hjá United, þau laun mun Juventus ekki borga.
Sancho hafnaði Chelsea fyrr í sumar þegar enska félagið vildi lækka launapakkann hans en Juventus hefur orðið meistari á Ítalíu í 36 skipti.
United fer fram á 25 milljónir punda fyrir kantmanninn sem er 25 ára gamall.