Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, er byrjuð að þéna mun meira en eiginmaður sinn sem er í dag atvinnulaus þjálfari.
Árið 2024 var tekið fyrir en þar þénaði Wayne um 500 þúsund pund eftir að hafa þjálfað lið Plymouth um tíma í næst efstu deild Englands.
Coleen er með sitt eigið fyrirtæki, CWR 2021, sem þénaði 1,3 milljón árið 2024 og er það gríðarleg bæting frá árinu áður.
Wayne hefur á lífsleiðinni verið vanur stærri launatékka en hann fékk 300 þúsund pund á viku á sínum tíma sem leikmaður árið 2014.
Coleen sem er 39 ára gömul þénaði einnig vel fyrir það að taka þátt í raunveruleikaþáttunum ‘I’m A Celebrity.. Get Me Out Of Here.’
Coleen er mikið fyrir sviðsljósið og á þessu ári verða þættirnir ‘The Rooneys’ frumsýndir á Disney+.