Manchester United hefur orðið af milljónum punda en það varð ljóst þegar félagið birti myndir af nýjum æfingafatnaði sínum.
Síðustu ár hefur fyrirtækið Tezoz auglýst á æfingafatnaði liðsins en sá samningur er á enda.
Tezoz borgaði 24 milljónir punda á ári fyrir auglýsinguna sem nú er ekki og enginn er mættur í staðin.
Það er því ljóst að United er að verða af miklum fjármunum og slakt gengi innan vallar hefur áhrif á það hvað fyrirtæki vilja borga.
Samningurinn rann út í fyrradag en ljóst er að þetta gæti orðið mikið áfall í bókhaldið hjá félaginu.