Sveindís Jane Jónsdóttir ræddi við 433.is í kvöld eftir opnunarleik EM þar sem stelpurnar fengu því miður engin stig.
Ísland spilaði opnunarleik mótsins gegn Finnum en þurftu að sætta sig við 1-0 tap að þessu sinni.
,,Þetta er bara mjög súrt. Við erum íþróttamenn og hötum að tapa og sérstaklega á svona stóru sviði,“ sagði Sveindís.
,,Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður, ég veit ekki hvað gerist en við erum kannski eitthvað stressaðar og áttum að nýta það betur. Það er gott að vera stressaðar því þá skiptir þetta okkur máli.“
,,Við vörðumst vel og það er eitthvað sem við viljum gera. Þær eru ekki mikið að opna okkur og fá skot fyrir utan teig. Það sem mér fannst klikka er spilamennskan með bolta.“
Nánar er rætt við Sveindísi hér fyrir neðan.