Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt í kvöld eftir fyrsta leik Íslands á EM í Sviss.
Ísland spilaði opnunarleik mótsins gegn Finnum en þurftu að sætta sig við 1-0 tap að þessu sinni.
,,Það er ótrúlega margt sem gerðist. Við náðum ekki að mæta klárar í fyrri hálfleik og vissum að það yrði stress á fyrstu mínútunum. Við náðum ekki að hrista þáð af okkur eins hratt og við vildum og svo er ótrúlega margt sem gerist í framhaldinu,“ sagði Ingibjörg.
,,Það er mjög auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt en stórmót er stórmót og við viljum ótrúlega mikið vinna og komast áfram og með því kemur pressa og með pressu kemur stress.“
,,Það var rosalega vont að missa Glódísi í hálfleik en við þurfum að vera viðbúnar þessu og mér fannst við tækla það ágætlega. Vonandi fáum við hana inn í næsta leik.“
Nánar er rætt við Ingibjörgu hér.